hleraskor820

Effectus - nýr toghleri

Rauðu hlerar Hleragerðarinnar hafa áratugum saman 

notið viðurkenningar og vinsælda meðal  skipstjórnarmanna.

Þau ár sem þeir hafa verið í framleiðslu 

hefur Hleragerðin einbeitt sér að því að bjóða upp á 

vandaða og trausta smíði sem stenst fyllilega 

allan samanburð.

Við höfum unnið linnulaust sl. ár við þróun og 

prófanir á arftaka rauðu Klassic botnhleranna.

Rannsóknir og prófanir á nákvæmum hleramódelum 

fóru fram í Hirtshals í mars 2013.

Niðurstöður úr prófunum voru góðar.

Við köllum þessa nýju kynslóð toghleranna okkar Effectus.

 

Myndband úr könnunartanki

Við höfum að undanförnu unnið að þróun hleranna okkar með Erni Marelssyni og rannsóknir í tilraunartanki hafa gefið góða raun.

 

 

2ja trolla miðjulóðið kemur frábærlega út!

Örfirisey Re 4 hefur að undanförnu stundað 2ja trolla veiðar með miðjulóði sérsmíðuðu í Hleragerðinni. Skemmst er frá því að segja að vel hefur tekist til. Skipstjóri Örfiriseyjar Trausti Egilsson segir að lóðið hafi reynst frábærlega og sé að auki allt að því viðhaldsfrítt enda eru hleraskórnir úr sérhertu stáli. Hér má sjá myndir af lóðinu.

 

 

Nánari upplýsingar veitir Bjarni í síma 892 8036

 

Sjávarútvegssýningin 2008

Við komum til með að sýna árangur þróunar og smíðavinnu okkar í samstarfi við Pólar togbúnað ehf.á sýningunni í október

 

velarum

islenskhleragerd


Effectus - botnhleri

vegurHér getur þú hlaðið niður effectus bæklingnum okkar.

Kengir

kengi Kengir fyrir mismunandi álag.

 

flugvel

Sérsmíði

VIÐ höfum ávallt kappkostað að veita góða þjónustu og eigum því á lager hluti eins og: Hleraskó (sérhertir - ný tegund), slitbomsur, þyngingarplötur fyrir flot-og botnhlera, fóðringar fyrir toglás, toglása, bakstroffu- lása, rafsuðuvír og annað sem þarf fyrir viðhald á toghlerum.