Gerum við allar gerðir toghlera

Þó að Hleragerðin sé kannski hvað þekktust fyrir „rauðu“ hlerana sína, hefur viðgerðum og breytingum á öllum öðrum gerðum toghlera verið sinnt í Hleragerðinni um langt skeið og segja má að með þeim breytingum sem eru að eiga sér stað á markaðnum sé Hleragerðin orðin eina sérhæfða vélsmiðjan á landinu sem hefur með hlerasmíði og viðgerðir að gera.

Nánari upplýsingar veitir Bjarni Sigurðsson verkstjóri hjá Hleragerðinni.

 

 

logsuda2

Sérsmíði

Hleragerðin framleiðir einnig hleranemafestingar, af ýmsum gerðum, þríhyrnur, fiskilínuhringi úr komprimeruðu öxulstáli, karakróka fyrir fiskikör, bobbingastoppara ásamt ýmsu öðru.

Unnið í Vigra

vidgerd

Hleragerðin tekur einnig að sér viðgerðir í skipum ásamt ýmsum öðrum verkþáttum, svo sem ál- og ryðfrísmíði

Framleiðsla á lóðum fyrir tveggja trolla togveiðar

Meðal annarra nýjunga Hleragerðarinnar eru lóð fyrir tveggja trolla veiðar en rannsókna- og hönnunarvinnu við þau er lokið og verða þau framleidd eftir pöntunum.

Kengir

kengi Festikengir fyrir mismunandi álag.

 

flugvel

Sérsmíði

VIÐ höfum ávallt kappkostað að veita góða þjónustu og eigum því á lager hluti eins og: Hleraskó (sérhertir - ný tegund), slitbomsur, þyngingarplötur fyrir flot-og botnhlera, fóðringar fyrir toglás, toglása, bakstroffu- lása, rafsuðuvír og annað sem þarf fyrir viðhald á toghlerum.