headerphoto

Effectus - nýr toghleri

Rauðu hlerar Hleragerðarinnar hafa áratugum saman 

notið viðurkenningar og vinsælda meðal  skipstjórnarmanna.

Þau ár sem þeir hafa verið í framleiðslu 

hefur Hleragerðin einbeitt sér að því að bjóða upp á 

vandaða og trausta smíði sem stenst fyllilega 

allan samanburð.

Við höfum unnið linnulaust sl. ár við þróun og 

prófanir á arftaka rauðu Klassic botnhleranna.

Rannsóknir og prófanir á nákvæmum hleramódelum 

fóru fram í Hirtshals í mars 2013.

Niðurstöður úr prófunum voru góðar.

Við köllum þessa nýju kynslóð toghleranna okkar Effectus.

Botnhlera sem boða nýja tíma. 

Allar stærðir og þyngdir af Effectus 

fara eftir óskum hvers og eins.

Effectus er hægt að þyngja með 

aukaþyngdum eftir því sem þörf er á og óskað eftir.

Nánari upplýsingar veitir Bjarni Sigurðsson 

verkstjóri hjá Hleragerðinni.

 

 

 

2ja trolla miðjulóðið kemur frábærlega út!

Örfirisey Re 4 hefur að undanförnu stundað 2ja trolla veiðar með miðjulóði sérsmíðuðu í Hleragerðinni. Skemmst er frá því að segja að vel hefur tekist til. Skipstjóri Örfiriseyjar Trausti Egilsson segir að lóðið hafi reynst frábærlega og sé að auki allt að því viðhaldsfrítt enda eru hleraskórnir úr sérhertu stáli. Hér má sjá myndir af lóðinu.

 

Hleragerðin

Hleragerðin var stofnuð árið 1972, og starfaði fyrstu árin á Selvogsgötu, þar sem Hlera-og rúllugerðin var sem var stofnuð 1948. Fyrr á öldinni var þar svokallað Flosaport.
Í dag er Hleragerðin staðsett á grandanum, Fiskislóð 49-51, í vel útbúnu verkstæðishúsnæði. Þar starfa í dag 10 starfsmenn.

Hleragerðin framleiðir einnig hleranemafestingar, af ýmsum gerðum, þríhyrnur, fiskilínuhringi úr komprimeruðu öxulstáli, karakróka fyrir fiskikör, bobbingastoppara ásamt ýmsu öðru.
Hleragerðin tekur einnig að sér viðgerðir í skipum ásamt ýmsum öðrum verkþáttum, svo sem ál- og ryðfrísmíði.

Einnig tökum við að okkur viðgerðir á öllum öðrum hlerategundum

staff2